Góða kvöldið.
20.9.2009 | 18:24
Jæja, góða kvöldið.
Man ekki alveg hvenær ég bloggaði, en ég var að hugsa að ég ætti að blogga þegar ég væri með einhverjar miklar fréttir en það er voða lítið í gangi. Oktoberfest hófst í gær og bíð ég spennt eftir að fara aftur til München og fá að upplifa þetta, þó ekki drykkjuna ;)
Núna er ég í Bückeburg, Hannover og þetta er mjög fallegur, en venjulegur bær. Lítill bær.. Lítil að gerast hérna. Svona svolítið eins og Þorlákshöfn heima. Djísús. Ekkert opið í dag og ég ætlaði að kaupa mér eitthvað pínu til að hafa í kvöldmat, en neiiiii... allt lokað af því að það er Sunnudagur. Merkilegir þessir Þjóðverjar.. Langaði einmitt í osta og eitthvað létt í kvöldmat. Urr... Athuga það á morgun því ég fékk mér ekkert í morgunmat, en góðan "hádegismat" um 3 leitið, en enginn kvöldmatur. Það er allt í lagi samt, því hitinn hérna er að drepa mig hægt og rólega.
Ég var í þriðja söngtímanum hjá Frau Vejzovic í dag. Gekk svona sæmilega. Ekki eins vel og hinir tveir tímarnir, en þetta var fínt og við áttum í pínu erfiðleikum með kjálkann í dag. Hún spurði hvað væri í gangi, því ég var ekki svona í tímanum á Föstudaginn né í gær, og ég var ekki viss, en eitthvað segir mér að það hafi verið útaf koddanum. Ég lá of lengi í morgun. Var í letikasti af því að ég vaknaði eitthvað veik, og hljóp beint út í Apótek niðri í bæ en það var ekkert opið! SHIT! Alveg ótrúlegt.
Á masterclass námskeiðinu frá Frau Vejzovic eru svo margar flottar raddir og ég er búin að kynnast flestum og allir orðnir góðir vinir. Ein Coloratura mezzo, Diana, sem er með klikkaða tækni, 22 ára gömul. Tenór, Christopher, sem er 21, mjög flottur. Svo er það Sandra,sem er kontra-alt! Believe it or not! Ég var í sjokki þegar ég heyrði hana syngja. Ekkert smá djúp rödd, vá! Big woman, big voice. Þau eru flest að læra hjá Frau Vejzovic í Stuttgart, sem er bara fínt mál, og ég er búin að kynnast tveimur stelpum sem eru mjög fínar, heita Maren og Jennifer. Held að þær séu báðar sópran, en er ekki alveg viss. Það koma fleiri nemendur út vikuna, held ég... Jú, eiginlega viss um það.
Alles ist gut hier in Deutschland. Ja... Ég er að fara að læra þýskuna frá Goethe núna eftir smástund þegar ég er búin að drekka te-ið mitt, en svo ætla ég í sturtu og að sofa. Einhver kúamykjufýla af manni. Bückeburg lyktar bara af kúamykju. Skrítið. Held að þetta sé áburðurinn á garðana hérna. Ullabjakk... Bíð eftir ferska loftinu í Weßling! Nammi namm... Og matnum þar.. Ohh, gott gott... Líka gott að vera á Karlzplatz og geta farið allstaðar þar. Hérna þarftu að labba í kringum 20-25 mínútur bara til að komast að öllu! Mein Gott!!
Believe it or not, en ég er farin að tala þýsku! YAY!!! Finally! Ætla samt að kveðja í bili. Góða nótt, alle sammen!
- Agnes
Athugasemdir
Jáhh þetta var sossem bara ágætt blogg.... mínus í kladdann fyrir of stutt blogg....næst vil ég fá tvöfallt lengra!! :D
gott að heyra hvað þér líkar vel ;) ég verð að fara að fá mér skype svo ég geti heyrt almennilega í þér við gott tækifæri :*
Steinunn (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.