Halló, halló.

Já, góðan daginn.

Hér gengur allt ágætlega, búin að vera hér í aðeins meira en viku og búið að vera fínt veður. Samt ekki um daginn, þá var einhver leiðindarigning og ég þurfti að vera með regnkápuna mína allstaðar. Haha. Og ég bíst við því að það verði þannig í dag. Sit hér fyrir framan gluggann, með tölvuna á borðinu og horfi út um gluggann. Er að fara að kaupa miðann til Hannover núna eftir nokkrar mínútur svo það verður fínt. Svalahurðin er opin svo þetta er þægilegt allt saman. Klukkan rétt orðin 10 og ég vaknaði um 7, og svo aftur um 8.30, og steig svo úr rúminu um 9. Þetta er of þægilegt rúm að ég get ekki haldið mig frá því. Ha ha....

En nóg með það... svona smá fréttir.

Ég fór í annan söngtíma í gær og var aðeins verið að pæla hvað ég ætti að syngja í Masterklassanum hjá Frau Prof. Vejzovic or ég þarf í kvöld, að pakka og raða nótunum því ég þarf að leggja af stað mjög snemma í fyrramálið.  Tíminn ætlar ekki að vera með mér, þá.

En já, eftir söngtímann, þá fór ég í nudd til mömmu Frau Vogel og Mein Gott!! Ég er með svo miklar harðsperrur í bakinu að hálfa væri nóg! EN, góða við þetta, er að ég er farin að geta hlaupið á eftir S-bahn, sem er gott mál. Hahaha!

Tímarnir í Goethe-Institut ganga mjög vel. Fyrsta vikan klárast í dag og ÞVÍ MIÐUR missi ég af næstu viku =( EN, það er eina vikan.. Þetta eru svo skemmtilegir tímarnir. Líst vel á þetta... I like!

En núna verð ég að fara, lítið búið að gerast eftir að pabbi fór aftur heim til Íslands. Ég set inn myndir af herberginu mínu þegar ég kem frá Hannover ;) Ætla ekki að endurnýja netið fyrr en ég kem til baka. Yay!

 - Agnes


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband