Ach so!
14.9.2009 | 09:38
Jæja, þá er fyrsta vikan í Munchen búin.
Búið að vera ágætt, pabbi fór í gær Sakna pa pa.. En það verður fínt að fá hann aftur hingað! ´
Ég sit hérna í rúminu og er dálítið þreytt, nýbúin í sturtu og fer að gera mig tilbúna til að fara í höfuðborgina til að komast í Goethe-Institut. Fyrsti dagurinn í dag, oh boy. Ætli ég týnist? Nei nei.. Þetta verður fínt.
Ég, Frau Vogel og pabbi fórum til Andechs og skoðuðum þar fallega barokk-kirkju og fengum svo svínakjöt, bestu pretzel og svo eitthvað sætt, eins og berlínarbollu en bara aðeins... aðeins stærra, hahaha. Kannski miklu stærra og maður var saddur eftir þetta... svo södd að við borðuðum ekkert um kvöldið nema eitthvað pínu nasl. Gæti enn verið södd, úff úff....
Ég ætla að fara að taka mig til og svona... Skrifa meira seinna..
Bið kærlega að heilsa öllum sem fara í jarðaför langömmu minnar í dag, og hugur minn verður hjá ykkur í dag.
- A
Athugasemdir
Farðu vel með þig þarna
Nóri (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.