Guten Abend, Island. Agnes aufruf....
11.9.2009 | 21:55
Halló, halló.
Ég hef ákveðið að opna síðu hér á blog.is fyrir fólk heimavið að fylgjast með og sjá hvernig allt gengur hér í Þýskalandi. Svo dýrt að hringja og svona, en það er allt í lagi samt.
Alles ist gut in Deutschland und ich liebe Weßling! Weßling ist die Stadt wo ich wohne.
Orðin sleip í að skrifa á þýsku þannig að fólk myndi fatta hvað ég væri að meina, en ég er enn þrjósk í að tala þýskuna. Ekki gott. Urr, murr murr.
Ég und vater erum búin með allt sem átti að klárast (startpakkinn) áður en vater færi heim á sunnudaginn. Das ist nicht gut! =( Aber nun habe ich Internet, ein deutsche nummer für mein Handy, ein elektro klavier und viele dinge.
En já, þetta var víst þýskan. úff... ég er mjög þreytt. Ligg hér í rúminu á hótelinu hjá pabba og er að þvinga mig í að skrifa. Skoðuðum Theatinerkirche, Englischer Garten, Staats Oper, Viktualienmarket og margt fleira í dag. Búið að vera mjög heitt úti og die Sonne scheint, en í dag var ekki eins gott veður. Svolítið kalt og rigndi smá, en ég og vater vorum í S-bahn þá, held ég. Eða í hauptbahnhof. Ich weiß es nicht.
Fyrsti söngtíminn í fyrramálið og ég er ágætlega stressuð fyrir hann. úff, úff... verður samt fínt. Elska þessar æfingar hjá Angelicu!
Ég ætla að stoppa í bili. Gute nacht.
- Agnes
Athugasemdir
Haha ég elska þetta blogg! Það er yndisleg blanda af tveim uppáhalds tungumálunum mínum! Ég verð dyggur lesandi, það er alveg á hreinu :)
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.