Færsluflokkur: Bloggar

Góða kvöldið.

Jæja, góða kvöldið.

Man ekki alveg hvenær ég bloggaði, en ég var að hugsa að ég ætti að blogga þegar ég væri með einhverjar miklar fréttir en það er voða lítið í gangi. Oktoberfest hófst í gær og bíð ég spennt eftir að fara aftur til München og fá að upplifa þetta, þó ekki drykkjuna ;)

Núna er ég í Bückeburg, Hannover og þetta er mjög fallegur, en venjulegur bær. Lítill bær.. Lítil að gerast hérna. Svona svolítið eins og Þorlákshöfn heima. Djísús. Ekkert opið í dag og ég ætlaði að kaupa mér eitthvað pínu til að hafa í kvöldmat, en neiiiii... allt lokað af því að það er Sunnudagur. Merkilegir þessir Þjóðverjar.. Langaði einmitt í osta og eitthvað létt í kvöldmat. Urr... Athuga það á morgun því ég fékk mér ekkert í morgunmat, en góðan "hádegismat" um 3 leitið, en enginn kvöldmatur. Það er allt í lagi samt, því hitinn hérna er að drepa mig hægt og rólega.

Ég var í þriðja söngtímanum hjá Frau Vejzovic í dag. Gekk svona sæmilega. Ekki eins vel og hinir tveir tímarnir, en þetta var fínt og við áttum í pínu erfiðleikum með kjálkann í dag. Hún spurði hvað væri í gangi, því ég var ekki svona í tímanum á Föstudaginn né í gær, og ég var ekki viss, en eitthvað segir mér að það hafi verið útaf koddanum. Ég lá of lengi í morgun. Var í letikasti af því að ég vaknaði eitthvað veik, og hljóp beint út í Apótek niðri í bæ en það var ekkert opið! SHIT! Alveg ótrúlegt.

Á masterclass námskeiðinu frá Frau Vejzovic eru svo margar flottar raddir og ég er búin að kynnast flestum og allir orðnir góðir vinir. Ein Coloratura mezzo, Diana, sem er með klikkaða tækni, 22 ára gömul. Tenór, Christopher, sem er 21, mjög flottur. Svo er það Sandra,sem er kontra-alt! Believe it or not! Ég var í sjokki þegar ég heyrði hana syngja. Ekkert smá djúp rödd, vá! Big woman, big voice. Þau eru flest að læra hjá Frau Vejzovic í Stuttgart, sem er bara fínt mál, og ég er búin að kynnast tveimur stelpum sem eru mjög fínar, heita Maren og Jennifer. Held að þær séu báðar sópran, en er ekki alveg viss. Það koma fleiri nemendur út vikuna, held ég... Jú, eiginlega viss um það.

Alles ist gut hier in Deutschland. Ja... Ég er að fara að læra þýskuna frá Goethe núna eftir smástund þegar ég er búin að drekka te-ið mitt, en svo ætla ég í sturtu og að sofa. Einhver kúamykjufýla af manni. Bückeburg lyktar bara af kúamykju. Skrítið. Held að þetta sé áburðurinn á garðana hérna. Ullabjakk... Bíð eftir ferska loftinu í Weßling! Nammi namm... Og matnum þar.. Ohh, gott gott... Líka gott að vera á Karlzplatz og geta farið allstaðar þar. Hérna þarftu að labba í kringum 20-25 mínútur bara til að komast að öllu! Mein Gott!!

 Believe it or not, en ég er farin að tala þýsku! YAY!!! Finally! Ætla samt að kveðja í bili. Góða nótt, alle sammen!

 

- Agnes


Halló, halló.

Já, góðan daginn.

Hér gengur allt ágætlega, búin að vera hér í aðeins meira en viku og búið að vera fínt veður. Samt ekki um daginn, þá var einhver leiðindarigning og ég þurfti að vera með regnkápuna mína allstaðar. Haha. Og ég bíst við því að það verði þannig í dag. Sit hér fyrir framan gluggann, með tölvuna á borðinu og horfi út um gluggann. Er að fara að kaupa miðann til Hannover núna eftir nokkrar mínútur svo það verður fínt. Svalahurðin er opin svo þetta er þægilegt allt saman. Klukkan rétt orðin 10 og ég vaknaði um 7, og svo aftur um 8.30, og steig svo úr rúminu um 9. Þetta er of þægilegt rúm að ég get ekki haldið mig frá því. Ha ha....

En nóg með það... svona smá fréttir.

Ég fór í annan söngtíma í gær og var aðeins verið að pæla hvað ég ætti að syngja í Masterklassanum hjá Frau Prof. Vejzovic or ég þarf í kvöld, að pakka og raða nótunum því ég þarf að leggja af stað mjög snemma í fyrramálið.  Tíminn ætlar ekki að vera með mér, þá.

En já, eftir söngtímann, þá fór ég í nudd til mömmu Frau Vogel og Mein Gott!! Ég er með svo miklar harðsperrur í bakinu að hálfa væri nóg! EN, góða við þetta, er að ég er farin að geta hlaupið á eftir S-bahn, sem er gott mál. Hahaha!

Tímarnir í Goethe-Institut ganga mjög vel. Fyrsta vikan klárast í dag og ÞVÍ MIÐUR missi ég af næstu viku =( EN, það er eina vikan.. Þetta eru svo skemmtilegir tímarnir. Líst vel á þetta... I like!

En núna verð ég að fara, lítið búið að gerast eftir að pabbi fór aftur heim til Íslands. Ég set inn myndir af herberginu mínu þegar ég kem frá Hannover ;) Ætla ekki að endurnýja netið fyrr en ég kem til baka. Yay!

 - Agnes


Ach so!

Jæja, þá er fyrsta vikan í Munchen búin.

Búið að vera ágætt, pabbi fór í gær Crying Sakna pa pa.. En það verður fínt að fá hann aftur hingað! Heart´

Ég sit hérna í rúminu og er dálítið þreytt, nýbúin í sturtu og fer að gera mig tilbúna til að fara í höfuðborgina til að komast í Goethe-Institut. Fyrsti dagurinn í dag, oh boy. Ætli ég týnist? Nei nei.. Þetta verður fínt.

Ég, Frau Vogel og pabbi fórum til Andechs og skoðuðum þar fallega barokk-kirkju og fengum svo svínakjöt, bestu pretzel og svo eitthvað sætt, eins og berlínarbollu en bara aðeins... aðeins stærra, hahaha. Kannski miklu stærra og maður var saddur eftir þetta... svo södd að við borðuðum ekkert um kvöldið nema eitthvað pínu nasl. Gæti enn verið södd, úff úff....

Ég ætla að fara að taka mig til og svona... Skrifa meira seinna..

Bið kærlega að heilsa öllum sem fara í jarðaför langömmu minnar í dag, og hugur minn verður hjá ykkur í dag. Heart

 - A


Guten Abend, Island. Agnes aufruf....

Halló, halló.

Ég hef ákveðið að opna síðu hér á blog.is fyrir fólk heimavið að fylgjast með og sjá hvernig allt gengur hér í Þýskalandi. Svo dýrt að hringja og svona, en það er allt í lagi samt.

Alles ist gut in Deutschland und ich liebe Weßling! Weßling ist die Stadt wo ich wohne.

Orðin sleip í að skrifa á þýsku þannig að fólk myndi fatta hvað ég væri að meina, en ég er enn þrjósk í að tala þýskuna. Ekki gott. Urr, murr murr.

Ég und vater erum búin með allt sem átti að klárast (startpakkinn) áður en vater færi heim á sunnudaginn. Das ist nicht gut! =( Aber nun habe ich Internet, ein deutsche nummer für mein Handy, ein elektro klavier und viele dinge.

En já, þetta var víst þýskan. úff... ég er mjög þreytt. Ligg hér í rúminu á hótelinu hjá pabba og er að þvinga mig í að skrifa. Skoðuðum Theatinerkirche, Englischer Garten, Staats Oper, Viktualienmarket og margt fleira í dag. Búið að vera mjög heitt úti og die Sonne scheint, en í dag var ekki eins gott veður. Svolítið kalt og rigndi smá, en ég og vater vorum í S-bahn þá, held ég. Eða í hauptbahnhof. Ich weiß es nicht.

Fyrsti söngtíminn í fyrramálið og ég er ágætlega stressuð fyrir hann. úff, úff... verður samt fínt. Elska þessar æfingar hjá Angelicu!

Ég ætla að stoppa í bili. Gute nacht.

- Agnes


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband